Skönnun

 

Aðeins starfsmenn LSH geta pantað þessa þjónustu.

Hægt er að panta ýmsa þjónustu frá Heilbrigðisvísindabókasafninu, meðal annars skönnun.

Beiðni um skönnun sendist í tölvupósti til afgreiðslu Heilbrigðisvísindabókasafns: bokasafn@landspitali.is

Við minnum á að allur texti sem nota á í útgáfu og til okkar berst þarf að vera tilbúinn og yfirlesinn.

Í öllum tilfellum þurfa þessar upplýsingar að koma fram á beiðinni:

  • Viðfangsnúmer sem skrifa á reikninginn á (vinsamlega fáið leyfi yfirmanna).
  • Kennitala þess sem pantar.
  • Nafn þess sem pantar.
  • Deild sem verið er að panta fyrir.
  • Staður, póstáritun, hvert senda á gögnin (einnig notað þegar gert er nafnspjald)
  • Sími þar sem hægt er að ná í þig.
  • Netfang þess sem pantar.

Mikilvægt er að fram komi hvenær óskað er eftir að verkinu verði lokið og að fram komi á sem skýrastan hátt lýsing á því sem þú ert að biðja um. Takið eftir að hægt er að senda viðhengi með beiðninni. Við munum svo hafa samband ef þörf er á.

Aðrar upplýsingar þarf að skrá eftir því sem við á.

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania