Lerki - fjaraðgangur

Lerki - aðgangur utan spítalans að gögnum í áskrift Heilbrigðisvísindabókasafns.

LSH og HÍ

Flest rafræn gögn sem Heilbrigðisvísindabókasafn Landspítala hefur samið um aðgang að eru einungis aðgengileg innan IP-svæðis spítalans, Læknagarðs og Eirbergs. Starfsfólk LSH og Heilbrigðisvísindasviðs HÍ sem og nemendur geta sótt um að fá aðgang að gögnum í áskrift bókasafnsins utan IP svæðanna. Þessum aðgangi er stýrt með lykilorðum í gegnum netþjóninn Lerki.

Áhugasamir sendi beiðni á bokasafn@landspitali.is þar sem fram þarf að koma:

Nafn, kennitala og netfang umsækjanda hjá LSH eða Heilbrigðisvísindasviði HÍ, auk stöðu umsækjanda.

Nemar á heilbrigðisvísindasviði HÍ skulu gefa upp í hvaða nám þeir eru skráðir.

Aðrir

Stofnanir geta gert þjónustusamninga við Heilbrigðisvísindabókasafn um þennan aðgang fyrir sína starfsmenn.

Skráning notenda hjá stofnunum með þjónustusamninga fer fram gegnum tengilið stofnunar, enda þarf stofnun að greiða fyrir aðgang hvers notanda.

Grunnupplýsingar um Lerki, uppsetningu og virkni

Skráning:

  • Skráðir notendur fá sendan tölvupóst frá „Bokasafn LSH” með notandanafni og lykilorði. Þar eru einnig leiðbeiningar um hvaða stillingar þarf að setja inn í vafra til að Lerkið hleypi viðkomandi inn á læst gögn.
  • Lykilorðum er breytt árlega í des/janúar óháð því hvenær ársins aðgangi var úthlutað í fyrsta sinn og gerist það sjálfvirkt.
  • Mikilvægt er að geyma þann tölvupóst og gæta þess að aðrir geti ekki nálgast aðgangsorðin. Þau eru eingöngu ætluð til þinna nota og óleyfilegt að láta þau öðrum í té.

 

Virkni Lerkis:
Þegar skráður Lerkisnotandi utan spítalans vill opna gögn í áskrift bókasafnsins, þá opnast innskráningargluggi þar sem beðið er um notandanafn og lykilorð að Lerki. Þessi innskráning gerist aðeins einu sinni meðan vafrinn er opinn. Með því að haka við að muna innskráningu þarf notandi ekki að gera neitt frekar, nema breyta lykilorði í byrjun hvers árs.

Lerkið virkar eingöngu í þeim vafra sem það er sett upp í. Þannig að ef það er t.d. sett upp í Firefox þá virkar það ekki í Chrome þó það sé í sömu tölvu. Það yrði þá einnig að setja það upp í Chrome vafranum til að það virki þar

Leiðin að gögnum safnsins:
Gögnin eru á efnissíðum bókasafnsins.

 

Stillingar í tölvu:

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania