IRIS

 

IRIS - rannsóknir á Íslandi 

IRIS (Icelandic Research Information System) er kerfi sem sýnir rannsóknavirkni íslenskra háskóla og stofnana sem eiga aðild að kerfinu. Rekstur kerfisins er samstarfsverkefni háskóla og stofnana sem aðild eiga að verkefninu. Skoða má virkni einstakra rannsakenda, stofnana og innan einstakra fræðigreina.

IRIS tók við hlutverki Hirslu, varðveislusafns Landspítala, sem bókasafnið hafði skráð alla útgáfu starfsfólks Landspítala í frá árinu 2005.

Hér má skoða rannsóknarafurðir Landspítala: 

IRIS upplýsingakerfið er í þróun og mun taka breytingum eftir því sem verkefninu vindur fram, þ.m.t. íslensk þýðing kerfisins.Það er rekið af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, en mennta- og menningarmálaráðuneytið keypti kerfið og fól safninu rekstur og umsjón þess.

 

IRIS og rannsakendur Landspítalans

IRIS heldur ekki bara utan um rannsóknarafurðir mismunandi stofnana á Íslandi heldur eru líka sérstakar síður fyrir virka rannsakendur. Rannsakendur sem komnir eru inn í kerfið geta fengið aðgang að sínum eigin síðum til að bæta þar við efni.

Upplýsingafræðingur hjá Heilbrigðisvísindabókasafni LSH og HÍ sér um að skrá jafn óðum inn nýjar fræðigreinar sem birtast á vegum rannsakenda Landspítalans. En vilji rannsakendur setja fleira efni þangað inn, svo sem eldri fræðigreinar, rannsóknarverkefni, efni úr fjölmiðlum og fleira í þeim dúr, þá geta þeir gert það sjálfir.

Rannsakendur á vegum Landspítalans í IRIS nálgast nú 400. Hér má sjá þá.

Leiðbeiningar fyrir rannsakendur um innskráningu og utanumhald má finna hérna.

Hafi rannsakendur einhverjar frekari fyrirspurnir eða vilji fræðast meira um kerfið og sínar eigin síður má senda tölvupóst um það á bokasafn@landspitali.is

 

Hirsla, vísinda- og fræðsluefnissafn Landspítala

Áður en IRIS var tekið í notkun var Hirsla notuð.

Hirsla var rafrænt varðveislusafn, sérhannað til að vista, varðveita og miðla því vísinda- og fræðsluefni sem starfsmenn Landspítala gáfu út samhliða vinnu sinni eða námi við spítalann.

Markmið Hirslu voru að auðvelda starfsmönnum Landspítala
 
• að vista varanlega rafræn handrit (greinar)
• að fá betra yfirlit yfir eigin skrif (greinar) og umsýslu þeirra
• að stækka sinn lesendahóp
• að hraða birtingu rannsóknaniðurstaðna
• að fjölga tilvísunum í eigin verk (hærri “citation impact”)
• að auka sýnileika í rannsóknum sem auðveldar aðgengi að samstarfsverkefnum og styrkjum
• að uppfylla kröfur fjölmargra styrkveitenda sem krefjast þess að afrakstri rannsókna sem styrktar hafa verið sé miðlað í opnum aðgangi

Hirslan tryggði jafnframt sýnileika greina og einfaldara aðgengi lesanda þeirra, óháð landamærum, stað og stund m.a. vegna opins aðgangs og sjálfvirkrar lyklunar leitarvéla (Google, Yahoo).

* Stutt grein um Hirslu

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania