Opinn aðgangur

Tilmæli Vísindasjóðs um opinn aðgang:

Greinar sem eru afrakstur verkefna sem Vísindasjóður hefur styrkt skulu merktar Landspítala
og lokaútgáfur þeirra sendar til Heilbrigðisvísindabókasafns Landspítala (bokasafn@landspitali.is)
til varðveislu í LSH e-Repository varðveislusafni spítalans.
Æskilegt er að greinar séu í opnum aðgangi (Open Access).

Opinn aðgangur  (e. open access) er opinn, ókeypis aðgangur á Netinu að heildartexta vísindagreina og námsbóka. Aðallega er talað um opinn aðgang í tengslum við útgáfu ritrýndra vísindagreina. Grein sem gefin er út í opnum aðgangi hefur sérstakan fyrirvara þar sem hver sem er, hvar sem er í heiminum, fær leyfi til að lesa greinina, afrita hana og dreifa henni.

Til eru tvær meginleiðir að opnum aðgangi:

1. Eigin safnvistun (einnig kölluð „græna leiðin“) felur í sér að höfundur gefur grein sína út í hefðbundnu tímariti en gerir hana líka aðgengilega á Netinu, venjulega með því að koma henni fyrir í rafbókasafni tiltekinnar stofnunar (t.d. háskólabókasafni) eða með því að senda hana í miðlægt rafbókasafn á viðkomandi sviði (t.d. PubMed fyrir greinar í læknisfræði).

2. Opin útgáfa (einnig kölluð „gullna leiðin“) felur í sér að höfundur gefur greinina út í tímariti í opnum aðgangi sem gerir allar greinar sem það gefur út strax aðgengilegar í opnum aðgangi á Netinu.

Um 10% af 25.000 ritrýndu tímaritum sem eru þekkt eru gefin út í opnum aðgangi. Af þeim 10.000 ritrýndu tímaritum sem eru í skrá EPrints yfir útgáfustefnu eru 90% fylgjandi eigin safnvistun í einhverri mynd, 62% styðja eigin safnvistun á ritrýndu eintaki (eftir prentun) en 29% styðja eigin safnvistun fyrir prentun.

(Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu)

Íslenskur vefur um opinn aðgang: www.openaccess.is.

 

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania