Námskeið
Sérsniðin námskeið fyrir deildir/hópa
Starfsfólk bókasafnsins býður deildum og/eða hópum starfsfólks að setja upp sérsniðin námskeið þar sem farið er yfir helstu leiðir til upplýsingaöflunar og þá þjónustu sem bókasafnið býður starfsfólki Landspítalans til að styðja það í klínísku starfi og vísindastarfi. Námskeiðin eru sniðin að þörfum og óskum hvers hóps fyrir sig. Nánari upplýsingar í síma 543-1450 og bokasafn@landspitali.is
Á bókasafninu í Eirbergi er kennsluaðstaða þar sem eru 6 tölvur.
