Frétt

28. 01 2022

Nýjar áskriftir og uppsagnir um áramót.

Um áramótin 2021/2022 urðu nokkrar breytingar varðandi áskriftir Heilbrigðisvísindabókasafnsins, nokkrar nýjar áskriftir teknar í gagnið og öðrum áskriftum sagt upp og ein flutt til.

Nýjar tímaritaáskriftir eru:

  • European Geriatric Medicine
  • Journal of Allergy and Clinical Immunology. In practice
  • Nature Reviews Disease Primers
  • Physiotherapy. Therapy and Practice

Áskriftum að eftirtöldum tímaritum var sagt upp:

  • Nature Cell Biology
  • Research in Nursing and Health
  • Science Translational Medicine  

Þá var áskriftinni að APA PsycBooks sagt upp frá og með áramótum.

Stór breyting er að frá og með áramótum er Cochrane Library aðgengilegt beint frá útgefandanum Wiley, eins og tilkynnt var í desember. Hlekkur inn á gagnasafnið er á gagnasafnasíðu bókasafnsvefsins og tengingar inn á tímaritaáskriftir eru í Tímaritalista safnsins á vefnum.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania