Frétt

09. 04 2021

Gjaldfrjálsar birtingar í opnum aðgangi hjá Karger

Landsaðgangur að rafrænum áskriftum, sem Landspítali tekur virkan þátt í, hefur gert samning við útgefandann Karger um Open access birtingar í tímaritum þeirra árin 2021-2023.

Karger, sem gefur út tímarit á sviði heilbrigðisvísinda, hefur verið í landsaðgangi í áraraðir en nú hefur verið gerður umfangsmeiri samningur við fyrirtækið um birtingar íslenskra rannsóknaniðurstaðna í opnum aðgangi, höfundum að kostnaðarlausu. Landsaðgangur vill með þessu skrefi styðja við þá hreyfingu í átt til opinna vísinda sem er á fleygiferð allt í kringum okkur og taka fyrsta skrefið í átt að opnari miðlun rannsóknaniðurstaðna með þessum samningi.

Leiðbeiningar um hvernig skal standa að innsendingu og birtingu greina er að finna hér.

Hér er listi yfir tímarit útgefandans: https://www.karger.com/Journal/Index

Þá er einnig innifalinn í samningnum aðgangur að 15 netnámskeiðum þar sem farið er í ýmis hagnýt atriði er tengjast ritunar- og birtingarferli vísindagreina. Námskeiðin er að finna hér: https://www.kargerlearn.com/collections

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania