Frétt

14. 04 2011

Bókasöfn eru heilsulind hugans

Bókasafnadagur er haldinn 14. apríl 2011 en allir dagar eru góðir til þess að fara á bókasöfn, enda sækja fleiri Íslendingar þau heim, heldur en fara á allar leiksýningar á landinu, eða kvikmyndasýningar, eða íþróttaviðburði.

Það er þó engin ástæða til að vanrækja neinn af þessum þáttum, því bókasöfnin standa öllum opin. Hér má sjá hvernig hægt er að rækta sál og líkama á einu bretti.

Þau reka rafrænan landsaðgang sem er opinn dag og nótt árið um kring, betur þekkt sem hvar.is.

Viltu vita hverjar voru taldar 100 bestu íslensku bækurnar árið 2011? Svarið er hér (pdf-skjal, um 4MB).

Hvers vegna fara svona margir á bókasöfn? Svarið er:

Ræktaðu þekkingu þína
Styrktu vitneskju þína
Elfdu ímyndunaraflið
Bættu líðan þína
Hugarleikfimi fyrir eða eftir hádegi?
Njóttu þess sem bókasafnið hefur upp á að bjóða
Sjálfsstyrking í metravís
Stingdu þér á kaf í hugðarefnin
Betra líf með bókum
Nærðu sálina
Minnkaðu álagið með lestri

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania