Frétt

19. 02 2021

Clinical Key og Clinical Key Student opið fram á sumar

Elsevier hefur opnað fyrir endurgjaldslausan aðgang að Clinical Key Medicine gagnaveitunni fyrir starfsfólk Landspítala og Clinical Key Student fyrir nema í læknisfræði. Aðgangurinn verður opinn út júní.

 Clinical Key

sem er byggt upp til að styðja við klíníska ákvarðanatöku  og símenntun inniheldur milljónir tímaritsgreina, yfir 1000 bókatitla, fjölda klínískra leiðbeininga o.fl.

Clinical Key er aðgengilegt hér www.clinicalkey.com 

Stutt myndband um virkni Clinical Key

Utan Landspítala er einfalt að komast í Clinical Key í gegnum Open Athens fjaraðgangskerfi bókasafnsins. Til að sækja um Open Athens aðgang þarf að fylla út eyðublað hér

 

Clinical Key Student

er byggt upp sem gagnvirkt námsumhverfi fyrir læknastúdenta þar sem aðgangur er að hundruðum virtra kennslubóka, myndböndum og öðrum námstólum.

Clinical Key Student er aðgengilegt hér www.clinicalkey.com/student

 

Quick start guides og fleiri leiðbeiningar fyrir námsmenn og kennara eru hér.

Til að komast í Clinical Key Student þarf að nota Open Athens fjaraðgangskerfi bókasafnsins. Til að sækja um Open Athens aðgang þarf að fylla út eyðublað hér

 

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania