Kínískar leiðbeiningar

“Klínískar leiðbeiningar (clinical guidelines) eru leiðbeiningar (ekki fyrirmæli) um verklag, unnar á kerfisbundinn hátt, til stuðnings starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og almenningi við ákvarðanatöku við tilteknar aðstæður. Þær taka mið af bestu þekkingu á hverjum tíma og eru lagðar fram í því skyni að veita sem besta meðferð með sem minnstri áhættu án óhóflegs kostnaðar.”

Heimild: Landlæknisembættið (2007). Um klíniskar leiðbeiningar. Sótt 23. september 2010 af http://www.landlaeknir.is/Pages/182

Landlæknisembættið

Landlæknisembættið er miðstöð um gerð klínískra leiðbeininga á Íslandi og eðlilegast að nota heimasíðu embættisins sem upphafspunkt til að finna klínískar leiðbeingar, jafnt innlendar sem erlendar.

Á heimasíðu embættisins er að m.a. að finna:
  • leiðbeiningar um gerð klínískra leiðbeininga
  • safn þeirra klínsku leiðbeininga sem til eru á íslensku
  • lista yfir valdar erlendar klíniskar leiðbeiningar sem embættið mælir með
  • lista yfir valdar erlendar stofnanir sem gefa út klíniskar leiðbeingar (s.s. NICE, NZGG og SIGN)
  • valin erlend gagnasöfn sem innihalda klínískar leiðbeiningar (s.s. National Guideline Clearinghouse)

Heimasíður á sviði hjúkrunar - ekki á vef Landlæknis

Klínskar leiðbeiningar á Landspítala

Gagnasöfn í áskrift Bókasafns LSH

Clinical Evidence
Clinical Evidence er safn kerfisbundinna yfirlita um algenga sjúkdóma og veitir hvert yfirlit svör við klínískum spurningum í tengslum við þá.
- Hverju yfirliti í Clinical Evidence fylgja tenglar á samsvarandi klíniskar leiðbeingar frá viðurkenndum stofnunum.

Það er einnig hægt að finna klínískar leiðbeingar í þeim söfnum sem einkum eru notuð til að finna vísindagreinar (s.s. PubMed og CINAHL) og nota við það hefðbundnar aðferðir s.s. efnisorð og takmarkanir.

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania