Klínískar myndatökur

Ljósmyndarar Heilbrigðisvísindabókasafns LSH mynda sjúklinga ýmist á deildum spítalans, á skurðstofum eða í myndverinu í Eirbergi. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk getur óskað eftir þjónustu ljósmyndaranna.

Myndirnar eru hluti af sjúkraskýrslu sjúklingsins. Oft eru myndir notaðar í kennslu og vísindaskrifum að fengnu leyfi viðkomandi sjúklings.

Myndirnar eru varðveittar á öruggan hátt á sérstökum vefþjóni og leit í myndasafninu er einföld og þægileg. Hver læknir hefur sitt lykilorð sem veitir honum aðgang að myndatökunum sem hann hefur beðið um á innri vef LSH.

Frá 1. september 2009 varðveita ljósmyndarar bóksafnsins einnig klínískar myndir sem starfsfólk á skurðstofum hefur tekið í aðgerðum.

Um innskráningu og notkun á klíníska FotoWeb

 

  • Innskráningarsíða fyrir klínískar myndir

 

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania