Lerki - spurningar og svör

LERKI

1. Hvað er Lerki?

Lerki er aðgangur að gögnum í áskrift heilbrigðisvísindabókasafns LSH sem að jafnaði eru aðeins aðgengileg innan spítalans, fyrir notendur sem eru staddir utan spítalans.


2. Hverjir hafa aðgang gegnum Lerki?

Allir starfsmenn Landspítala geta sótt um aðgang. Stofnanir sem hafa gert þjónustusamning greiða fyrir aðgang skráðra starfsmanna. Samkvæmt samningi við heilbrigðisvísindasvið HÍ geta allir kennarar, starfsmenn og nemendur sviðsins sótt um aðgang.


3. Hefur Lerkistenging áhrif á nettengingar í tölvunni hjá mér?

Stillingar til að virkja Lerkið (sjá skjámyndir) hafa einungis áhrif á vafrann (browser) sem stillingin er í. Hún hefur ekki áhrif á nettengingu tölvunnar að öðru leyti og ekki á aðra vafra í sömu tölvu. Það eina sem hún gerir er að kalla eftir aðgangs- og lykilorði þegar fólk fer inn á ákveðnar vefslóðir (gögn bókasafns LSH) og er statt utan spítalans. Ef innskráning heppnast getur fólk notað öll gögnin eftir það meðan vefskoðarinn er opinn.


4. Hvernig breyti ég stillingum til að aftengja Lerki?

Það er nóg að afhaka Automatic Configuration Script (sjá skjámyndir) í viðkomandi vefskoðara.

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania