Lerki Safari iPad stillingar

Lerkisleiðbeiningar fyrir Ipad - Safari

Skráning:
• Skráðir notendur fá sendan tölvupóst frá „Bokasafn LSH” með notendanafni og lykilorði. Þar eru einnig leiðbeiningar um hvaða stillingar þarf að setja inn í vefskoðara (vafra, browser) tölvunnar til að Lerkið hleypi viðkomandi inn á læst gögn.
• Lykilorðum er breytt árlega í janúar óháð því hvenær ársins aðgangi var úthlutað í fyrsta sinn og gerist það sjálfvirkt.
• Mikilvægt er að geyma þann tölvupóst og gæta þess að aðrir geti ekki nálgast aðgangsorðin. Þau eru eingöngu ætluð til þinna nota og óleyfilegt að láta þau öðrum í té.

Lerkisstillinguna fyrir Ipadinn þarf að setja inn fyrir hvert þráðlaust net fyrir sig sem notað er.

Ýtið á Settings táknið á desktoppi Ipadsins

Því næst á Wi-Fi og veljið rétt þráðlaust net (t.d. HINet) og ýtið á táknið hægra megin (i eða ör)

Undir HTTP Proxy  veljið Auto

Skrifið inn í URL línuna: http://lerki.landspitali.is/proxy.pac


Virkni Lerkis:
Lerkið virkar þannig að þegar fólk smellir á slóð aðgangsstýrðra gagna (reynir að komast inn á gagnasafn eða rafrænt tímarit sem er annars lokað utan spítalans) á vef bókasafnsins þá opnast innskráningargluggi þar sem beðið er um notandanafn og lykilorð að Lerki. Þessi innskráning gerist bara einu sinni meðan vefskoðarinn (vafri, browser) er opinn.

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania