Frétt

05. 01 2018

Viljið þið hressa upp á kunnáttuna?

Gleðilegt ár!
Á nýju ári býður Bókasafnið deildum og/eða hópum starfsfólks að setja upp stutt, sérsniðin námskeið þar sem farið er yfir helstu leiðir til upplýsingaöflunar og þá þjónustu sem bókasafnið býður starfsfólki Landspítalans til að styðja það í klínísku starfi og vísindastarfi.

Ertu að drukkna í upplýsingum eða finnur þú bara ekkert?

Hvaða gagnasöfnum býður bókasafnið aðgang að? Er einhver munur á þeim? Hvernig leita ég að gagnreyndum upplýsingum og hvar finn ég practice guidelines? Hvernig held ég best utan um heimildirnar mínar? Hvaða tímarit er safnið með í áskrift og hvernig finn ég þau? Er bókasafnið með rafbækur og hvernig finn ég rafbækur safnsins? Verð ég að vera í vinnunni til að komast í þessu rafrænu gögn?

Námskeiðin eru sniðin að þörfum og óskum hvers hóps fyrir sig.

Tækifæri til að rifja upp gamla takta og tileinka sér nýja í góðum hópi kollega :)

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania