Frétt

20. 03 2012

Málþing um opinn aðgang að vísindalegu efni 29. mars nk

Í bígerð er að halda málþing um opinn aðgang að vísindalegu efni, opin rannsóknargögn og réttindi almennings í stafrænum heimi í Bíó Paradís 29. mars nk. Takið daginn frá og skráið ykkur sem fyrst.
Að málþinginu standa áhugahópur um opinn aðgang (sjá openaccess.is) og Félag um stafrænt frelsi á Íslandi (FSFÍ).
Dagskrá málþingsins og skráningarsíða eru á vefsíðu málþingsins hér: http://rdfc.is/
Meðal þeirra sem verða með erindi á þinginu eru Alma Swan, framkvæmdastjóri SPARC Europe, og Glyn Moody, sjálfstætt starfandi blaðamaður sem fjallar aðallega um lög og réttindi í netheimum.

Takið daginn frá og skráið ykkur sem fyrst. Athugið að þið verðið beðin um að láta vita hvort þið viljið kaupa hádegisverð í Bíó Paradís í hádegishléinu. Verð er áætlað um 1150 kr. og í boði verða súpa, samlokur eða/og langlokur.

Bestu kveðjur,

f.h. undirbúningshópsins

Áslaug Agnarsdóttir, sviðstjóri þjónustu og samskipta við HÍ
Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania