Frétt

09. 11 2011

Landspítali þátttakandi í OpenAIRE plus verkefninu

Landspítali tekur þátt í verkefninu OpenAIREplus sem er fjármagnað af sjöundu rannsóknaráætlun Evrópusambandsins.  Sólveig Þorsteinsdóttir, deildarstjóri heilbrigðisvísindabókasafns LSH, fékk styrk til að taka þátt í verkefninu fyrir hönd háskólasjúkrahússins.

Verkefnið er um opinn aðgang, varðveislusöfn og hvernig hægt er að koma vísindum innan Evrópu á framfæri í opnum aðgangi. Styrkurinn til LSH nemur 4,5 milljónum króna.

Rúmlega fjörutíu háskólar og vísindastofnanir í Evrópu taka þátt í verkefninu. Það hefst með fundi í PISA á Ítalíu 6.-7. desember 2011 og tekur tvö og hálft ár. Með þátttöku í því gefst Landspítala færi á að vinna betur að framgangi opins aðgangs (Open Access) og varanlegrar varðveislu vísindagagna.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania