Frétt

03. 01 2011

Bókasafnið lokað vegna jarðarfarar e.h. 6. janúar

Bókasafnið verður lokað frá kl. 12 fimmtudaginn 6. janúar vegna jarðarfarar Páls Ólafssonar. Páll var bókasafns- og upplýsingafræðingur og starfaði á Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítalans.

Hann vann á Kleppi, Landspítalanum og Landakoti í 32 ár. Lengst af sá hann um safndeildirnar í Geðdeildarhúsi og Landakoti. Hann lést eftir stutt en erfið veikindi þann 29. desember en vann allt fram í síðasta mánuð.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania