Frétt

08. 11 2011

Landspítali á nýjum UNESCO vef um opin aðgang

Vefurinn Global Open Access Portal (GOAP) var opnaður formlega 1. nóvember 2011 í höfuðstöðvum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, í París. Markmiðið með GOAP er að miðla alþjóðlegum upplýsingum um opinn aðgang. Gerð er grein fyrir stöðu opins aðgangs á Íslandi líkt og öðrum löndum sem hafa beitt sér fyrir opnum aðgangi.

Opinn aðgangur er ókeypis aðgangur á Netinu að heildartexta vísindagreina og námsbóka. Efnið er aðgengilegt hvar sem er í heiminum og allir hafa leyfi til að lesa það, afrita og dreifa því.
Fjöldi vísindagreina frá Landspítala er vistaður í opnum aðgangi og finnast þær í þessum þremur varðveislusöfnum:

Uk PubMed Central

PubMed Central

Hirsla - varðveislusafn Landspítala

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania