Frétt

04. 05 2018

Fimm tímaritaáskriftir og ein rafbók

Bókasafnið hefur bætt við nokkrum áskriftum undanfarnar vikur. Einhverjar alveg nýjar en aðrar endurvaktar. Nú eru 5 þeirra orðnar aðgengilegar fyrir viðskiptavini safnsins í gegnum Tímaritalistann. Þá er búið að tengja áskriftirnar við færslur í gagnasöfnum þar sem það er unnt. Tímaritalistinn er aðgengilegur hér: http://gegnir.hosted.exlibrisgroup.com/lhrml/journalsearch

Journal of the American Academy of Child and Adolescent Psychiatry
Surgical Clinics of North America
British journal of Hospital Medicine
Scandinavian Journal of Pain
American Journal of Health Promotion

Þá hefur safnið keypt nýjustu útgáfu af bókinni Greenfield's surgery: scientific principles and practice. Um er að ræða 6. útgáfu frá árinu 2017. Bókin er aðgengileg í gegnum vef safnsins, https://bokasafn.landspitali.is/?PageID=15492 í  Lista yfir rafbækur OVID, í Gegni og í Upplýsingabrunn

 

 

 

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania