Frétt

24. 01 2011

Áskrift að RefWorks fellur niður 1. mars 2011

Vegna niðurskurðar á árinu 2011 verður lögð niður áskrift að RefWorks, veflæga heimildaskráningarforritinu. Það er mikilvægt að fólk nái í þau gögn sem það á þar og flytji fyrir 1. mars næstkomandi.

Notendur geta nýtt veflægu útgáfuna af EndNote í staðinn, sem kölluð er EndNote Web. Hún er endurgjaldslaus fyrir alla notendur á Íslandi (hluti af svokölluðum landsaðgangi sem bókasöfnin greiða fyrir) og krefst þess að fólk skrái sig inn sem notendur í Web of Science. Þá eru þeir um leið orðnir notendur í EndNote Web og geta skráð allt að 10.000 færslur á hvert notendanafn þar.

Sjá nánar um þessa breytingu á vef Heilbrigðisvísindabókasafns

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania