Frétt

20. 09 2010

SciVerse sýnir niðurstöður úr Hirslunni

Leitarviðmótið SciVerse frá Elsevier sýnir niðurstöður leita í ScienceDirect og Scopus en leitar einnig í Scirus, sem skilar inn miklu efni í opnum aðgangi af vefnum. Þar á meðal er efni úr Hirslunni, opnu varðveislusafni Landspítala.

Í Hirslunni eru efnistekin íslensk tímarit á sviði heilbrigðisvísinda eins og Læknablaðið og Geðvernd. Þetta þýðir að hægt er að leita á íslensku að efni á íslensku í SciVerse. Hirslan er í opnum aðgangi á vefnum og hægt að ná í greinarnar í fullri lengd þar.

Eins og segir í frétt hér á vefnum frá 31. ágúst um SciVerse býður leitarviðmótið einnig upp á þrjár mikilvægar nýjungar:

  • Að leita aðeins í aðferðafræðihluta vísindagreina.
  • Að sjá niðurstöður í fullum setningum til að auðvelda yfirsýn.
  • Að sjá afkastamestu höfunda á því efnissviði sem leitað er.

 

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania