Frétt

06. 01 2015

Best Practices og Ackland’s, tvær nýjar áskriftir að gagnagrunnum 2015.

Bókasafnið hefur tekið í áskrift BMJ Best Practices frá BMJ Publishing Group. Bókasafnið hefur lengi haft áskrift að BMJ Clinical Evidence en  Best Practices ráðleggingarnar byggja á þeim kerfisbundnu yfirlitum sem er að finna í Clinical Evidence. Á árinu 2015 þarf að leita í hvoru gagnasafninu um sig en frá og með næsta ári verður hægt að leita í báðum samtímis.

Þá hefur anatómíugrunnurinn Ackland’s Anatomy verið tekinn í áskrift árið 2015 en prufuaðgangur sem boðinn var á haustmánuðum 2014 mæltist mjög vel fyrir og var mikið notaður.

Báða þessa grunna má nálgast á gagnasafnasíðu bókasafnsins, http://bokasafn.landspitali.is/?PageID=15490

Eins og alltaf þegar ný gagnasöfn eru tekin í áskrift þá verður fylgst með notkun þeirra til að meta hvort áframhald verði á áskriftinni eftir árið.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania