Frétt

19. 08 2014

Annað EndNote desktop námskeið 12. september.

Skráning er hafin á námskeið í notkun EndNote desktop sem haldið verður föstudag 12. september kl. 13-15 í tölvuveri í kjallara bókasafnsins í Eirbergi. Námskeiðið sem haldið verður 26. ágúst er þegar fullt. 

Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku og skal senda póst til umsjónarmanns námskeiðsins, Guðrúnar Kjartansdóttur bókasafns- og upplýsingafræðings, í netfangið gudrunkj@lsh.is.

Pláss er fyrir 10 manns á námskeiðinu og verða haldin fleiri námskeið ef eftirspurn gefur tilefni til.

Athugið að þetta námskeið er um nýtingu desktop útgáfu forritsins sem spítalinn keypti aðgang að fyrir alla starfsmenn síðastliðið vor.


Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania