Frétt

07. 02 2011

Námskeið um heimildaskráningu í EndNote Web

Að skrá heimildir með EndNote Web

Þann 1. mars nk. fellur áskrift Bókasafns LSH að heimildaskráningarforritinu RefWorks niður en í staðinn geta notendur nýtt sér EndNote Web sem gefur svipaða möguleika.
Nánari upplýsingar um að færa gögn úr RefWorks má fá á þessari síðu.

Námskeið um notkun EndNote Web

EndNote Web er í svokölluðum landsaðgangi sem þýðir að allir Íslendingar geta notað forritið sér að kostnaðarlausu. Bókasöfnin í landinu greiða fyrir þennan aðgang.
EndNote Web er einföld og þægileg vefútgáfa af hinu þekkta heimildaskráningarforriti EndNote, ómissandi fyrir alla þá sem safna markvisst heimildum um tiltekið efni, skrifa greinar eða standa í ritgerðaskrifum.
Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að geta flutt tilvísanir úr gagnasöfnum inn í EndNote Web, skipulagt heimildir sínar og búið til heimildaskrár með nokkrum músarsmellum.

Athugið að námskeiðin fyllast fljótt, lítið á síðu um námskeiðin sem sýnir hver eru fullbókuð og hver ennþá opin til skráningar.

Hámarksfjöldi: 9 þátttakendur.
Kennari: Guðrún Kjartansdóttir, bókasafns og upplýsingafræðingur.
Lengd: 90 mínútur.

Næstu námskeið opin til skráningar:

  • 22. mars (þri) kl. 10:30-12:00
  • 23. mars (mið) kl. 13:00-14:30
  • 24. mars (fim) kl. 10:30-12:00

Skráning
Sendið tölvupóst á netfangið: gudrunkj@landspitali.is þar sem fram kemur:
Heiti og dagsetning námskeiðsins sem sótt er um og eftirfarandi upplýsingar um umsækjanda:

  • Nafn
  • starf
  • stofnun
  • deild, ef um er að ræða starfsmann LSH eða starfsmann eða nema við heilbrigðisvísindasvið HÍ
  • netfang
  • símanúmer

Staðsetning
Námskeiðin eru kennd í tölvuveri bókasafnsins.
Leiðarlýsing: Farið er inn um aðaldyrnar á Eirbergi, gengið beint af augum og síðan upp tvær tröppur að móttöku bókasafnsins, gengið inn allan þann gang, farið niður í kjallara og þá er tölvuverið á hægri hönd þegar komið er niður.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania