Frétt

25. 09 2013

Rafbækur á flestum sviðum heilbrigðisvísinda í prufuaðgangi.

Mikinn fjölda bóka er að finna í þessu safni frá Ebrary (ProQuest) og verður aðgangurinn opinn fram í miðjan október. Aðgangurinn er á þessari slóð: http://site.ebrary.com/lib/iceland.

 

Bókunum er hægt að hlaða niður á hinar ýmsu tegundir af tölvum og símum. Til að hlaða þeim niður þarf að fara á "Sign in " efst til hægri á síðunni og skrá sig sem notanda "Create an Account".

Starfsfólk bókasafnsins hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér úrvalið. Ennfremur væri vel þegið ef fólk gæfi sér tíma til að senda álit og/eða ábendingar um þessar rafbækur til Guðrúnar Kjartansdóttur, bókasafns- og upplýsingafræðings, á gudrunkj@landspitali.is 

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania