Klínískt efni

  Söfnin á þessari síðu eru hugsuð til daglegrar notkunar heilbrigðisstarfsfólks í klínísku starfi. Þau innihalda m.a:

  • upplýsingar um sjúkdómsmeðferðir
  • gagnreynt efni (EBM/N)
  • klínískar leiðbeiningar (sjá nánar sérstaka síðu um klínískar leiðbeiningar)
  • upplýsingar um lyf (sjá líka sérstaka síðu um lyfjagrunna)
  • klínískar myndir
  • sjúklingafræðslu (sjá nánar sérstakar síður um sjúklingafræðslu)

  Athugið að einnig er hægt að finna klínískar upplýsingar í rafbókum safnsins.

  BMJ Clinical Evidence
  BMJ Best Practice
  - Aðgangur: Net LSH og Lerkið.
  - Clinical Evidence og Best Practice er ætlað að veita bestu fáanlegu upplýsingar um gagnsemi algengra klínískra íhlutana.

  EBM Reviews (OVID)
  - Aðgangur: Landið allt.
  - EBM Reviews serían samanstendur af sjö gagnasöfnum sem innihalda gagnreyndar upplýsingar í læknisfræði af mismunandi tagi s.s. kerfisbundin yfirlit (Cochrane) og mikilvægar, traustar rannsóknir (ACP Journal Club).

  Evidence-Based Practice Database - Joanna Briggs Institute (Ovid)
  - Aðgangur:Net LSH og Lerki
  - Safnið inniheldur gagnreynt efni í hjúkrunarfræði og skyldum greinum ("Evidence Based Recommended Practices, Evidence Summaries, Best Practice Information Sheets, Systematic Reviews, Consumer Information Sheets, Systematic Review Protocols, and Technical Reports.").
  Þa er einnig aðgangur að sérhönnuðum tólum, EBP Tools, sem auðvelda starfsfólki að meta, taka saman og gefa út gagnreynt efni.

  UpToDate
  - Aðgangur: Net LSH.
  - UpToDate nýtist vel til að afla nýjustu upplýsinga um tiltekið efnissvið á samþjöppuðu formi s.s. sjúkdómsgreiningu, batahorfur, meðferð, lyf o.s.frv.

  Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania