Klínískar leiðbeiningar
“Klínískar leiðbeiningar (clinical guidelines) eru leiðbeiningar (ekki fyrirmæli) um verklag, unnar á kerfisbundinn hátt, til stuðnings starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og almenningi við ákvarðanatöku við tilteknar aðstæður. Þær taka mið af bestu þekkingu á hverjum tíma og eru lagðar fram í því skyni að veita sem besta meðferð með sem minnstri áhættu án óhóflegs kostnaðar.”
Heimild: Landlæknisembættið (2017). Klíniskar leiðbeiningar. Sótt 23. ágúst 2020 af https://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisstarfsfolk/klininskar-leidbeiningar/
Landlæknisembættið
Landlæknisembættið er miðstöð um gerð klínískra leiðbeininga á Íslandi og eðlilegast að nota heimasíðu embættisins sem upphafspunkt til að finna klínískar leiðbeingar, jafnt innlendar sem erlendar.
Á heimasíðu embættisins er að m.a. að finna:- leiðbeiningar um gerð klínískra leiðbeininga
- safn þeirra klínísku leiðbeininga sem til eru á íslensku
- lista yfir valdar erlendar klíniskar leiðbeiningar sem embættið mælir með
- lista yfir valdar erlendar stofnanir sem gefa út klíniskar leiðbeingar (s.s. NICE, NZGG og SIGN)
- valin erlend gagnasöfn sem innihalda klínískar leiðbeiningar (s.s. National Guideline Clearinghouse)
Heimasíður á sviði hjúkrunar