Um Web of Science

Web of Science samanstendur af þremur bókfræðilegum tilvísanasöfnum. Skiptingin er hefðbundin, þ.e. raunvísindi, félagsvísindi og hugvísindi og listir, enda er þetta eitt elsta safnið á markaðnum. Vísað er í sérvalin kjarna fræðilegra tímarita á hverju fagsviði.

Vísindasafnið Science Citation Index
SCI inniheldur tilvísanir í efni tæplega 7.000 tímarita á 150 fræðasviðum s.s. heilbrigðisvísindi, lyfjafræði, líffræði, líftækni og efnafræði. Efnið í safninu nær yfir tímabilið 1900 til dagsins í dag. Í hverri viku bætast við um 19.000 nýjar tilvísanir (upplýsingar um nýjar tímaritsgreinar, skýrslur o.fl.)

Leit - Hverjir hafa vitnað í þessa grein?
WoS inniheldur gögn á fjölda fræðasviða og þ.a.l. býður það ekki upp á jafn sérhæfða leitarmöguleika hvað varðar efni í heilbrigðisvísindum eins og t.d. PubMed, það býður hins vegar upp á leitina Cited Reference Search. Þessa aðferð er hægt að nota til að athuga hverjir hafa vitnað í tiltekna höfunda og/eða tímarit.
Leitarleiðbeiningar á ensku

Hjálparsíður WoS - Help
- Þegar komið er inn í WoS er tengill í hjálparsíður efst til hægri.
Þar er hægt að fletta upp á einstökum atriðum eftir að byrjað er að leita í safninu.

Kennslumyndbönd frá WoS

Search Tips for Web of Science (07:33 mín.)
- Farið er í helstu atriði leitar í WoS skref fyrir skref.
Cited Reference Searching (06:54 mín.)
- Sýnt hvernig hægt er að nota safnið til að finna út hverjir hafa vitnað í tiltekna grein og annað því tengt.
Yfirlit yfir kennslumyndbönd (Recorded Training) frá WoS
- Sýnt hvernig hægt er að vinna með niðurstöður o.fl.

Heildartexti
- WoS er tilvísanasafn, þ.e. það inniheldur ekki fullan texta heldur einungis upplýsingar um greinar og annað efni. Bókasafn LSH setur inn tengla í fullan texta þeirra tímarita sem það kaupir. Nauðsynlegt er að vera á neti LSH eða með Lerkið til að komast í efni bókasafnsins. Flettið þó alltaf upp í tímaritalista bókasafnsins líka ef tenging í fullan texta finnst ekki þar sem þessar tengingar eru ekki óbrigðular.
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania