Um PubMed

PubMed inniheldur tilvísanir í (upplýsingar um) tímaritsgreinar, rafrænar bækur og annað efni á öllum sviðum heilbrigðisvísinda auk lífvísinda. Efnið í safninu er ítarlega skráð samkvæmt læknisfræðilega efnisorðakerfinu MESH (Medical Subject Headings) og býður upp á fjölbreytta leitarmöguleika sem endurspegla þarfir heilbrigðisstarfsfólks. Safnið má telja það mikilvægasta í lífvísindum. Safnið vísar í efni frá ýmsum þjóðlöndum, meginhlutinn er þó bandarískur og allt efnið er skráð á ensku. Safnið er ókeypis í boði US National Library of Medicine.
- Fjöldi tilvísana er um tuttugu milljónir.

Leitarumhverfið PubMed
NLM býður upp á ókeypis aðgang að MEDLINE, auk viðbótar tilvísana í tímaritsgreinar í lífvísindum, í gegnum PubMed. Einnig er hægt er að leita í MEDLINE í gegnum leitarumhverfi OVID.

MEDLINE
MEDLINE er eitt mikilvægasta bókfræðilega (bibliographic) gagnasafnið á sviði líf- og læknavísinda í heiminum í dag.
- Höfuðeinkenni MEDLINE er að tilvísunum eru gefin efnisorð úr MESH (læknisfræðilegt efnisorðakerfi).
- MEDLINE nær m.a. yfir læknisfræði, hjúkrunarfræði, tannlækningar, dýralækningar, heilbrigðiskerfið og „forklíniskar rannsóknir“ (preclinical sciences).
- Stór hluti tilvísana er bandarískur og stærsti hlutinn er á ensku. Teknar eru inn tilvísanir úr um 5.400 tímaritum frá öllum heiminum á 39 tungumálum. Í flestum tilvikum fylgir útdráttur á ensku. Stærstur hluti tilvísana er úr fræðilegum tímaritum. Alls eru tilvísanirnar um 18 milljónir og ná almennt aftur til ársins 1947. Eitthvað er um eldra efni.
- Læknablaðið er eitt þeirra tímarita sem skráð er í MEDLINE og hefur sú skráning komið íslenskum fræðimönnum að góðu gagni.

Leitarleiðbeiningar á ensku

Leit í PubMed
Bæklingur til útprentunar
Fimm örstutt myndbönd

MESH efnisorðaleit í PubMed
Bæklingur til útprentunar
Þrjú örstutt myndbönd
Tólf mínútna myndband

Heildartexti
- PubMed er tilvísanasafn, þ.e. það inniheldur ekki fullan texta heldur einungis upplýsingar um greinar og annað efni.
Tenglar í fullan texta í PubMed eru tvenns konar:
- PubMed tengir í síauknum mæli beint við fullan texta sem er ókeypis á Netinu.
- Bókasafn LSH setur inn tengla í fullan texta þeirra tímarita sem það kaupir. Nauðsynlegt er að vera á neti LSH eða með Lerkið til að komast í efni bókasafnsins. Flettið þó alltaf upp í tímaritalista bókasafnsins líka ef tenging í fullan texta finnst ekki þar sem þessar tengingar eru ekki óbrigðular.

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania