Vísindagreinar

    Leit að tímaritsgreinum getur verið tvenns konar:

    1. Að staðsetja tilteknar tímaritsgreinar,(þ.e. heiti tímarits, ártal, árgangur og heiti greinar og/eða höfunda(r) er vitað.
      Þá er best að nota tímaritalista bókasafnsins.
    2. Að finna tímaritsgreinar um ákveðið efni eða eftir ákveðna höfunda, þá eru gagnasöfnin á þessari síðu notuð:

    Vísindagreinar á heilbrigðissviði

    PubMed
    - Aðgangur: Ókeypis.
    - Vísar í efni á öllum sviðum heilbrigðisvísinda auk lífvísinda. Meginuppistaða PubMed er gagnsafnið MEDLINE sem einnig er í boði frá OVID.

    MEDLINE frá OVID 
    - Aðgangur: Landspítali, Heilbrigðisvísindasvið HÍ, OpenAthens fjaraðgangur.
    - Vísar í efni á öllum sviðum heilbrigðisvísinda auk lífvísinda. 

    CINAHL frá EBSCO 
    - Aðgangur: Landspítali, Heilbrigðisvísindasvið HÍ, OpenAthens fjaraðgangur.
    - Vísar í efni á sviði hjúkrunarfræði og skyldra greina s.s. iðju- og sjúkraþjálfunar.  

    Hirsla, vísinda- og fræðsluefnissafn Landspítalans
    - Aðgangur: Ókeypis.
    - Vísinda- og fræðsluefni sem starfsmenn LSH hafa gefið út. Greinar úr Læknablaðinu, Tímariti hjúkrunarfræðinga og fleiri íslenskum tímaritum á heilbrigðissviði í fullum texta (hægt að leita eftir höfundi, efni o.fl.)

    PsycINFO frá OVID  
    - Aðgangur:  Landspítali, Heilbrigðisvísindasvið HÍ, OpenAthens fjaraðgangur.
    - Vísar í efni á sviði sálfræði, geðlæknisfræði og skyldra greina.

    Vísindagreinar á heilbrigðissviði - og fleiri fræðasviðum

    Google Scholar
    - Aðgangur: Ókeypis.

    ProQuest
    - Aðgangur: Landið allt.
    - Um þrjátíu gagnasöfn á ýmsum efnissviðum, þar af sjö á heilbrigðissviði. Hægt er að leita í öllum söfnunum, nokkrum eða einu í einu eftir því sem best hentar. Upplýsingar um nýtt viðmót er hægt að nálgast á forsíðu ProQuest eða á hjálparsíðu.

    Scopus
    - Aðgangur: Landsaðgangur 
    - Scopus er gagnasafn og leitarvél sem skilar einkum niðurstöðum úr ritrýndum tímaritum og vísindalegum heimasíðum á flestum efnissviðum. Inniheldur m.a. allt efni úr MEDLINE.

     

    Web of Science
    - Aðgangur: Landsaðgangur
    - Vísar í efni á öllum helstu fræðasviðum. Býður upp á þann möguleika að skoða hverjir hafa vitnað í tilteknar greinar. Einnig er tengill í þær greinar sem vitnað er í. Meira um WoS.

     

    Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania