Frétt

07. 01 2014

Joanna Briggs EBP Database í áskrift hjá bókasafninu.

Bókasafn LSH hefur að nýju tekið í áskrift Joanna Briggs gagnagrunninn sem er einn sá öflugasti á svið gagnreyndra starfshátta á sviði heilbrigðismála. Gagnagrunnurinn var upphaflega einskorðaður við hjúkrunarfræði en nær nú yfir fleiri greinar heilbrigðisvísinda. Í JBI gagnagrunninum er að finna m.a. allan texta kerfisbundinna yfirlita, styttri samantektir gagnreyndra starfhátta á ýmsum sviðum og ýmis tól til að auðvelda notkun gagnanna og laga að þörfum þess hóps sem unnið er fyrir. Tengil inn á Joanna Briggs EBP Database er að finna á gagnasafnasíðu bókasafnsvefsins.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania